Þingfundi frestað aftur

Þingfundi hefur verið frestað aftur. Fundi var fyrst frestað klukkan 10.30 til klukkan 11.30. Hefur þingfundi nú verið frestað aftur til 12.00.

Fram kom í máli þingforseta að Lilja Rafney Magnúsdóttir tæki sér frí frá þingstörfum af persónulegum ástæðum. Við sæti hennar tekur Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir.

„Hún hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa á ný,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingforseti í tilkynningu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert