Vilja að Obama

Hvalveiðiskipið Hvalur 9.
Hvalveiðiskipið Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

Um­hverf­is­vernd­arsinn­ar hvöttu til þess í morg­un, að banda­rísk stjórn­völd gripu til aðgerða gegn fleiri hval­veiðiþjóðum en Íslandi. Banda­ríkja­for­seti fyr­ir­skipaði emb­ætt­is­mönn­um að beita Íslend­inga diplóma­tísk­um þrýst­ingi til að fá þá til að hætta hval­veiðum.

Viðskiptaráðherra Banda­ríkj­anna gaf í sum­ar út svo­nefnda staðfest­ing­arkæru á hend­ur Íslandi á þeirri for­sendu að Íslend­ing­ar græfu með hval­veiðum sín­um und­an friðun­ar­mark­miðum Alþjóðahval­veiðiráðsins. Lagði ráðherr­ann til við Barack Obama, for­seta Banda­ríkj­anna, að gripið yrði til diplóma­tískra aðgerða gegn Íslandi vegna hval­veiða Íslend­inga. For­set­inn ákvað í gær að fara að til­lögu ráðherr­ans.

Banda­ríska leik­kon­an Hayd­en Panetti­ere, sem er talskona sam­tak­anna The Whalem­an Foundati­on, hrósaði í yf­ir­lýs­ingu Obama fyr­ir að grípa til aðgerða gegn Íslandi.

„Og við hvetj­um for­set­ann til að grípa einnig til svipaðra aðgerða gegn Jap­an og Nor­egi," seg­ir hún í yf­ir­lýs­ingu. 

Hayden Panettiere.
Hayd­en Panetti­ere. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert