Vilja vísa staðgöngumæðrun frá

Þingmennirnir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Mörður Árnason hafa lagt til að tillögu til þingsályktunar um staðgöngumæðrun verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðari umræða um tillöguna er á dagskrá þingfundar í dag.

Frávísunartillagan var lögð fram í dag og þar segja flutningsmenn hennar að þar sem málið sé „vanrætt innan þings og í samfélaginu, og fyrir liggja verulegar athugasemdir í umsögnum um upphaflegt þingmál um staðgöngumæðrun, er lagt til að tillögunni verði vísað til ríkisstjórnarinnar“.

Ragnheiður Elín Árnadóttir lagði tillöguna um staðgöngumæðrun fram ásamt sautján öðrum þingmönnum úr Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki, Samfylkingu og Vinstrihreyfingunni grænu framboði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert