71% nýtur hlunninda

Flestir sem fá hlunnindi eru með gsm-síma og styrk vegna …
Flestir sem fá hlunnindi eru með gsm-síma og styrk vegna líkamsræktar. mbl.is/Árni Sæberg

Launakönnun VR leiðir í ljós að sjö af hverjum tíu félagsmönnum fá einhver hlunnindi í vinnu og er það aukning frá árinu á undan.

Hlutfallið, 71%, er þó enn nokkru lægra en það var fyrir hrun, í janúar 2008 voru 77% félagsmanna með hlunnindi, að því er segir í niðurstöðunum.

Fram kemur að meðal hlunninda eru símar sem starfsmenn fá frá vinnunni, greiðsla símakostnaðar, nettenging á heimili o.fl.

Fleiri karlar en konur eru með hlunnindi skv. könnuninni eða 76% á móti 67%. Flestir sem fá hlunnindi eru með gsm-síma og styrk vegna líkamsræktar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert