Friðrik Ólafsson er efstur á Norðurlandamóti öldunga ásamt finnska stórmeistaranum Yrjö Rantanen og danska FIDE-meistaranum Jörn Sloth. Lokaumferð mótsins fer fram á morgun.
Friðrik vann í dag Norðmanninn Per Ofstad örugglega en bæði Rantanen og Sloth gerðu jafntefli. Ólafur Kristjánsson vann norska FIDE-meistarann Erling Kristiansen og er í 4.-7. sæti með 5,5 vinninga.
Búast má við mikilli spennu fyrir lokaumferðina sem fram fer á morgun í félagsheimili TR og hefst kl. 13. Þá mætast meðal annars: Westerinen-Friðrik, Sloth-Ólafur og Nilsson-Rantanen.