Húsnæðiskostnaður ekki yfir 25%

Guðbjartur Hannesson.
Guðbjartur Hannesson. Ómar Óskarsson

Almennt er talið í samanburði milli ríkja að ekki sé æskilegt að húsnæðiskostnaður heimila fari yfir 25% af ráðstöfunartekjum heimila. Þetta segir Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra, í skriflegu svari til Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Hreyfingarinnar.

í svari ráðherrans kemur fram að ekki sé opinber stefna um æskilegan húsnæðiskostnað. Þó sé unnið að því að koma á húsnæðisbótum sem ætlað er að jafna húsnæðisstuðning hins opinbera milli ólíkra búsetuforma og stuðla að því að heimili eigi val á milli leigu-, búseturéttar- og eignaríbúða.

Þá er í svarinu samanburður milli Norðurlandanna og sést á honum að húsnæðiskostnaðurinn er hæstur í Danmörku en lægstur í Finnlandi. Í Noregi og Svíþjóð hefur húsnæðiskostnaðurinn undanfarin ár verið sambærilegur og á Íslandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert