Samkomulag náðist í gær milli stjórnar og stjórnarandstöðu á Alþingi um breytingar á stjórnarráðsfrumvarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og er gert ráð fyrir þinglokum í dag.
Forsætisráðherra mun þurfa að bera undir þingið breytingar á heitum og fjölda ráðuneyta en getur ekki keyrt þær í gegn án aðkomu þingsins.
Samkomulagið merkir ekki að stjórnarandstaðan muni greiða atkvæði með frumvarpinu. Heimildarmenn segja líklegt að frumvarpið verði samþykkt með stuðningi Hreyfingarinnar.