„Við skrifuðum undir sáttar“

Flugvél Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli.
Flugvél Icelandair yfir Reykjavíkurflugvelli. mbl.is/Árni Sæberg

„Við skrifuðum undir samninginn í nótt og ég bind miklar vonir við að félagsmenn samþykki hann,“ sagði Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands. „Við skrifuðum undir sáttar.“

Stefnt er að því að halda fund í Flugfreyjufélagi Íslands fljótlega í næstu viku til að kynna félagsmönnum nýgerðan kjarasamning við SA fyrir hönd Icelandair.

Hún sagði að samið hafi verið á svipuðum nótum og er að finna í samningi SA og ASÍ en vildi ekki fara nánar í einstök atriði samningsins fyrr en hann hefur verið kynntur félagsmönnum.

Sigrún sagði að verkfallsaðgerðum verði frestað í tvær vikur.

Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert