Vindhviður og öskufok

Búast má við öskufoki um suðvestanvert landið fyrripart sunnudags. Myndin …
Búast má við öskufoki um suðvestanvert landið fyrripart sunnudags. Myndin er úr myndasafni. Kristinn Ingvarsson

Búast má við hvössum vindhviðum við fjöll suðvestanlands með morgninum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar. Þá má búast við öskufoki um landið suðvestanvert fram eftir degi á morgun.

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s suðvestan- og vestanlands með morgninum og rigningu. Hvassast verður við ströndina og sums staðar hvassir vindstrengir við fjöll. Hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert.

Veðurspá Veðurstofu Íslands

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka