Búast má við hvössum vindhviðum við fjöll suðvestanlands með morgninum, samkvæmt athugasemd veðurfræðings Veðurstofunnar. Þá má búast við öskufoki um landið suðvestanvert fram eftir degi á morgun.
Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s suðvestan- og vestanlands með morgninum og rigningu. Hvassast verður við ströndina og sums staðar hvassir vindstrengir við fjöll. Hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert.