Byrjað að hvessa suðvestantil

Spáð er rigningu og roki suðvestantil í dag.
Spáð er rigningu og roki suðvestantil í dag.

Suðaustlæg átt, 8-15 metrar á sekúndu, var suðvestan- og vestantil á landinu í morgun  en annars hægari vindur. Léttskýjað um landið norðaustanvert, dálítil rigning á suðvesturhorninu, en annars skýjað og þurrt. Hiti var 2 til 12 stig, svalast á Raufarhöfn.

Veðurstofan spáir vaxandi suðaustanátt, 10-18 m/s suðvestan- og vestanlands með morgninum og rigningu. Hvassast verður við ströndina og sums staðar hvassir vindstrengir við fjöll. Hægari vindur og þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hiti verður 10 til 16 stig að deginum. Veðurstofan segir að búast megi við öskufoki um landið suðvestanvert framan af degi.

Draga fer úr vindi suðvestantil seint í kvöld. Talsverð rigning verður suðaustanlands í nótt. Suðaustan 8-13 m/s á morgun og rigning með köflum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert