Matarhátíðinni Full borg matar lýkur í dag en lokaviðburðurinn er með hefðbundnara sniði og fer fram í heimahúsum. Er hann tileinkaður þeirri gamalgrónu íslensku hefð að fjölskyldur vinir og vandamenn sameinist í kringum sunnudagsmáltíðina.
Hátíðin hefur staðið yfir frá því á miðvikudag en hún er tileinkuð íslenskum mat og matarmenningu.