Liðsmenn Rauða krossins voru fengnir til að veita farþegum í flugvél Icelandair sem var að koma frá Kaupmannahöfn um miðnætti í gærkvöldi áfallahjálp.
Beiðni um aðstoð Rauða krossins barst frá Keflavíkurflugvelli klukkan 23 í gærkvöldi við lendingu flugvélar frá Icelandar. Flugvélin var að koma frá Kaupmannahöfn, með 156 farþega um borð, en gat ekki lent í Keflavík vegna sviptivinda. Hún þurfti að fljúga til Akureyrar til að fá eldsneyti en lenti svo í Keflavík um miðnætti.
Órói var meðal farþega og fóru tveir sjálfboðaliðar Suðurnesjadeildar Rauða krossins til aðstoðar og veittu sálrænan stuðning.