Lögreglan fundar við þingsetningu

Landssamband Lögreglumanna hefur lýst því yfir að mögulega verði haldinn fjölmennur fundur hjá félaginu hinn fyrsta október næstkomandi. Á þeim degi verður Alþingi sett en fyrir ári var ástandið eldfimt við sama tilefni.

Lögreglumenn gera þó ráð fyrir að standa sína vakt en aðgerðirnar ættu engu að síður að vekja athygli á málstað þeirra í kjarabaráttu sem nú stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert