Hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræfill“

Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á …
Björn Valur Gíslason, lengst til vinstri, ásamt fleiri þingmönnum á Alþingi. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Björn Valur Gíslason alþingismaður segir að hann hefði ekki átt að nota orðið „forsetaræfill“ úr ræðustól þingsins. „Þetta hrökk út úr mér, meiningarlaust sem slíkt og ekki ætlað til að niðurlægja neinn eða meiða,“ segir Björn Valur á bloggsíðu sinni.

„Sárasaklaus ummæli mín um forsetaræfilinn vöktu athygli langt umfram það sem verðskuldað má telja. Mér hafa borist allmargir tölvupóstar frá fólki víðsvegar af landinu vegna þessa. Sumir eru frekar óánægðir með ummælin á meðan öðrum finnst heldur mikið úr þeim gert eftir að hafa hlustað á þau. Það hefur vakið athygli mína í því sambandi að landsbyggðarfólk, sérstaklega að norðan, undrast það skamma fjaðrafok sem málið fékk enda þekkt tungutak norðanmanna,“ segir þingmaðurinn.

Bloggsíða Björns Vals

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert