Hver króna kemur fimmfalt til baka

Ágúst Einarsson
Ágúst Einarsson

Hagræn áhrif kvikmyndalistar eftir Ágúst Einarsson prófessor er fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði kvikmynda en í bókinni er greint frá þróun kvikmynda sem hluta af menningu og skapandi atvinnugreinum. Íslendingar hafa ýmiss konar hlutfallslega yfirburði í kvikmyndagerð enda hafa þeir náð langt á því sviði, segir í tilkynningu.

Opinberir aðilar gegna mikilvægu hlutverki í því að styðja kvikmyndaiðnað enda skilar hver króna sem hið opinbera veitir í þann málaflokk fimmfalt hærri fjárhæð til hins opinbera. Kvikmyndaiðnaður er nú þegar mikilvægur þáttur í efnahagslífi okkar og getur orðið enn stærri. Meðal helstu niðurstaðna bókarinnar er að skynsamlegt og ábatasamt er að veita meira fjármagn til kvikmyndagerðar og efla menntun innan greinarinnar. 

Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert