Lýsa yfir stuðningi við Ísland

mbl.is

Aðildarríki Norður-Atlantshafssjávarspendýraráðsins (NAMMCO) lýstu yfir stuðningi við Ísland á aðalfundi ráðsins, sem lauk 15. september síðastliðinn, vegna yfirlýsinga bandarískra stjórnvalda um beitingu diplómatískra þvingana vegna hvalveiða Íslendinga.

Fram kemur að veiðarnar séu stundaðar á sjálfbæran hátt samkvæmt ráðleggingum NAMMCO og því hafnað að um stofna í útrýmingarhættu sé að ræða. Viðskipti Íslendinga með hvalaafurðir fari ennfremur fram í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar.

Auk Íslands eiga aðild að NAMMCO Noregur, Grænland og Færeyjar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert