Mikil óánægja með stjórnmálin

Fólk er almennt óánægt með stjórnmálaflokkana.
Fólk er almennt óánægt með stjórnmálaflokkana. mbl.is / Hjörtur

Aðeins tæplega 15% Íslendingar eru ánægð með störf ríkisstjórnarinnar. Hlutskipti stjórnarandstöðunnar er þó síst betra því aðeins sjö prósent eru ánægð með störf hennar. Um 63% eru óánægð með störf hvorra um sig. Þetta kemur fram í nýrri könnun markaðsfyrirtækisins Maskínu.

Þá kemur fram að karlar séu óánægðari með ríkisstjórnina en konur. Eru 66% karla óánægð með stjórnina en 62% kvenna. Konur eru almennt sáttari við störf stjórnarandstöðunnar en 58% eru óánægð með störf hennar en tæplega 68% karla.

Er fólk á landsbyggðinni andsnúnara ríkisstjórninni en höfuðborgarbúar. Eru borgarbúar óánægðari með stjórnarandstöðuna en þeir sem búa á landsbyggðinni.

Könnunin var bæði síma- og netkönnun og var gerð dagana 22. ágúst til 11. september.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka