Ráðherrar gætu orðið 15 talsins og aðstoðarmenn 33

Stjórnarráðið við Lækjartorg.
Stjórnarráðið við Lækjartorg. mbl.is/Ernir

Með nýjum lögum um stjórnarráð Íslands er hægt að fækka ráðuneytum á sama tíma og unnt er að fjölga ráðherrum og pólitískum aðstoðarmönnum þeirra til muna.

Sem stendur eru 10 ráðherrar og jafnmargir aðstoðarmenn en með breytingum er unnt að fjölga ráðherrum í fimmtán og aðstoðarmönnum í alls 33.

Í umfjöllun um nýju lögin í Morgunblaðinu í dag segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra þá stöðu geta komið upp að þörf sé á tveimur ráðherrum innan sama ráðuneytis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert