Atvinnulausir fást ekki til vinnu við sauðfjárslátrun

Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska.
Tekið til hendi við sauðfjárslátrun í sláturhúsi Norðlenska. mbl.is/Skapti

Um 90 erlendir verkamenn eru nú að störfum hjá Norðlenska við haustslátrun sauðfjár, sem nú er komin í fullan gang. Alls ræður fyrirtækið 140 manns til starfa í sláturhúsunum tveimur sem það starfrækir, það er á Húsavík og Höfn í Hornafirði.

„Við reynum eftir megni að fá Íslendinga, en áhugi þeirra er lítill. Margir bera því við að eiga ekki heimangengt frá fjölskyldu og kjósa að vera áfram á bótum,“ segir Sigmundur Einar Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska.

Á Húsavík er nú slátrað rúmlega 2.000 fjár á dag og um 1.000 á Hornafirði. Þetta kallar á margar vinnufúsar hendur. „Margir útlendinganna hafa tekið vertíðina með okkur í mörg ár. Þeir starfsmenn eru frá um það bil tíu þjóðlöndum, til dæmis Bretlandi og Norðurlöndunum, farandverkafólk sem vinnur við t.d. sykurreyrsuppskeru á Kúbu og sláturtíð á Íslandi,“ segir Sigmundur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert