Stóðu upp og yfirgáfu fundinn

Frá fundinum á Patreksfirði í dag.
Frá fundinum á Patreksfirði í dag. mbl.is/Helgi Bjarnason

Meg­inþorri fund­ar­manna á opn­um fundi um vega­mál með Ögmundi Jónas­syni inn­an­rík­is­ráðherra á Pat­reks­firði lýsti stuðningi við til­lögu um að bar­áttu fyr­ir lág­lendis­vegi yrði haldið áfram með því að standa upp og yf­ir­gefa fund­inn.

Nokk­ur hundruð manns komu í fé­lags­heim­ilið á Pat­reks­firði áður en fund­ur­inn um vega­bæt­ur á Vest­fjarðavegi hófst. Utan við fé­lags­heim­ilið stóðu nokkr­ar kon­ur og börðu á búsáhöld og kröfðust svo­nefndr­ar lág­lend­is­leiðar. 

Eft­ir að Ögmund­ur og sveit­ar­stjór­ar á svæðinu höfðu ávarpað fund­inn stóð einn fund­ar­gesta upp og lagði til að íbú­ar samþykktu yf­ir­lýs­ingu þar sem lýst væri von­brigðum með þær hug­mynd­ir sem inn­an­rík­is­ráðherra hefði lagt fram og að bar­átt­unni fyr­ir lág­lend­is­leið yrði haldið áfram. Lagði hann jafn­framt til að fund­ar­gest­ir greiddu at­kvæði með til­lög­unni með því að standa upp og yf­ir­gefa sal­inn. Gerði þorri fund­ar­manna það. 

Nokkr­ir tug­ir fund­ar­gesta sátu eft­ir og hélt fund­ur­inn síðan áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert