Íbúafundur um Landspítalann

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Eggert Jóhannesson

Opinn íbúafundur um nýjan Landspítala hófst í ráðhúsi Reykjavíkur nú klukkan átta. Er fundurinn á vegum hverfisráða Miðborgar og Hlíða og Íbúasamtaka Miðborgar og 3. hverfis. Að loknum kynningum formanns verkefnisstjórnar, arkitekta og skipulagsyfirvalda verða pallborðsumræður um nýja spítalann.

Fara pallborðsumræðurnar fram með framsögumönnum ásamt varaformanni umhverfis- og
samgönguráðs Reykjavíkur. Er fundurinn vel sóttur af borgarbúum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka