Kallar Berlusconi „ræfil“

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Vinstri grænna, fer niðrandi orðum um Sil­vio Berlusconi, for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu, í pistli á heimasíðu sinni. Þingmaður­inn kall­ar þenn­an sig­ur­sæl­asta stjórn­mála­mann Ítal­íu frá lok­um síðari heims­styrj­ald­ar­inn­ar „ræf­il“.

Skrif­in vekja at­hygli í ljósi þess að Björn Val­ur er ný­bú­inn að biðjast op­in­ber­lega af­sök­un­ar á sam­bæri­legri orðanotk­un um Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, líkt og frétta­vef­ur Morg­un­blaðsins sagði frá. Þá hef­ur farið fram nokk­ur umræða í þjóðfé­lag­inu um tungu­tak alþing­is­manna og þá virðingu sem þeir sýna and­stæðing­um sín­um í ræðustól þings­ins.

Björn Val­ur, sem er vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar, gef­ur lítið fyr­ir málsvörn Berluscon­is vegna ákvörðunar eins helsta mats­fyr­ir­tæk­is heims að lækka láns­hæf­is­mat Ítal­íu.

Orðrétt skrif­ar þingmaður­inn:

„Sil­vio Berlusconi for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu seg­ir að ákvörðun Stand­ard & Poor´s um að lækka láns­hæf­is­mat Ítal­íu end­ur­spegli ekki raun­veru­leik­ann. Hann seg­ir að rík­is­stjórn sín sé með tök á mál­inu og aðgerðir í und­ir­bún­ingi. Hann seg­ir að öf­und­sjúk­ir út­lend­ing­ar séu vond­ir við Ítal­íu. Það er margt sem Berlusconi ræf­ill­inn á sam­eig­in­legt með þeim sem stjórnuðu Íslandi árið 2008. Hróp hans eru líkt og berg­mál úr okk­ar eig­in fortíð.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert