Hart var deilt um vegaframkvæmdir og vegabætur á Vestfjarðavegi á fjölmennum fundi í Bjarkarlundi með Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra.
Gagnrýnt var á fundinum að sveitarfélögum bæri að fara eftir gildandi skipulagi sem Skipulagsstofnun síðan hafnaði.
Í umfjöllun um fundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að einn fundarmanna hafi líkt málamiðlunartillögu ráðherra við kjaftshögg fyrir Vestfirði.