Stærð framkvæmdarinnar við nýjan Landspítala er á borð við Kárahnjúkavirkjun og segist Magnús Skúlason, formaður Íbúasamtaka Miðborgar, hafa áhyggjur af því að hún stífli eitthvað. Segir hann íbúa borgarinnar hafa áhyggjur af stærð fyrirhugaðs spítala. Hann sé eins og borgvirki í útjaðri miðborgarinnar.
Ávarpaði Magnús opinn íbúafund um byggingu nýs Landspítala og varpaði fram þeirri spurningu hvort niðurstaðan af framkvæmdunum væri eitthvað sem bæði íbúar og læknar spítalans væru hundóánægðir með. Vísaði hann til nýs spítala í Þrándheimi í Noregi þar sem byggingar væru lágreistar eins og gert væri ráð fyrir hér og væru læknar þar óánægðir með langar gönguleiðir innan bygginganna.