Nýr spítali eins og Kárahnjúkavirkjun

Stærð fram­kvæmd­ar­inn­ar við nýj­an Land­spít­ala er á borð við Kára­hnjúka­virkj­un og seg­ist Magnús Skúla­son, formaður Íbúa­sam­taka Miðborg­ar, hafa áhyggj­ur af því að hún stífli eitt­hvað. Seg­ir hann íbúa borg­ar­inn­ar hafa áhyggj­ur af stærð fyr­ir­hugaðs spít­ala. Hann sé eins og borg­virki í útjaðri miðborg­ar­inn­ar.

Ávarpaði Magnús op­inn íbúa­fund um bygg­ingu nýs Land­spít­ala og varpaði fram þeirri spurn­ingu hvort niðurstaðan af fram­kvæmd­un­um væri eitt­hvað sem bæði íbú­ar og lækn­ar spít­al­ans væru hundó­ánægðir með. Vísaði hann til nýs spít­ala í Þránd­heimi í Nor­egi þar sem bygg­ing­ar væru lág­reist­ar eins og gert væri ráð fyr­ir hér og væru lækn­ar þar óánægðir með lang­ar göngu­leiðir inn­an bygg­ing­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert