Stuðningur við ESB-aðild felldur

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Heiðar Kristjánsson

„Það urðu umræður um þetta og menn drógu þetta bara til baka. Tillagan var bara felld,“ segir Sigurður K. Hálfdánarson, formaður Eldingar, félags smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum. Aðalfundur félagsins fór fram á sunnudaginn og var þar lögð fram tillaga um að lýst yrði yfir stuðningi við aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Sigurður segir að fundurinn hafi annars lagt þunga áherslu á að kvóti yrði aukinn og þá sérstaklega þorskkvótinn. „Fyrir nokkrum árum var mælt með 300 þúsund tonna veiði við svipaðar aðstæður og eru núna í hafinu. Þannig að okkur þykir það ansi lélegt að kvótinn sé ekki meiri en hann er.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert