Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar tekur undir áskorun Kvenfélagasambands Ísland til Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila sölu á heimabakstri í fjáröflunarskyni.
„Frá stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 hafa slysavarnadeildir félagsins selt heimabakað góðgæti. Með slíkri sölu hafa þær fjármagnað öflugar slysavarnir og greitt fyrir björgunartæki og búnað björgunarsveita, landsmönnum öllum til heilla.
Ljóst er að heimabaksturinn er meðal mikilvægustu fjáröflunarleiða sem slysavarnadeildir hafa yfir að ráða í dag. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar tekur því heils hugar undir áskorun Kvenfélagasambands Íslands þar sem ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála er hvattur til að breyta matvælalögum nr 93/1995 sem koma í veg fyrir sölu á heimabakstri í fjáröflunarskyni til góðra verka,“ segir í ályktun stjórnar Slysavarnafélagsins.