Fimmtíu lúxusíbúðir á einu bretti

Verið er að ganga frá lóð hússins við Mánatún.
Verið er að ganga frá lóð hússins við Mánatún.

Fimmtíu íbúðir hafa selst í sex hæða lúxusfjölbýlishúsi við Mánatún 3-5 í Reykjavík á síðustu fjórum mánuðum.

„Við seldum húsið fyrst allt í einu lagi og erum búin að vera að selja fyrir þann aðila íbúð fyrir íbúð. Það hafa farið um fimmtíu íbúðir á fjórum mánuðum og það er búið að selja allar stærstu íbúðirnar í húsinu, aðeins ein stór eftir. Þetta eru 200 fm íbúðir og á sjöttu hæðinni eru þær allar farnar, á rúmlega 60 milljónir hver,“ segir Brandur Gunnarsson, sölumaður hjá Stakfelli, sem sér um sölu á Mánatúni. Fyrirtækið Skuggabyggð ehf. á húsið nú en það var áður í eigu Arion banka.

Íbúðirnar í húsinu eru 90 til rúmlega 200 fermetrar að stærð. „Svo er ein penthouse-íbúð sem er yfir 300 fm. Hún hefur ekki verið í sölu en við finnum fyrir áhuga á henni.“

Í Morgunblaðinu í dag segir Brandur, að aðeins sé eftir að selja sex til átta íbúðir í húsinu en enn sé verið að vinna í einhverjum þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert