Áhugi víða fyrir nýju framboði

Guðmundur Steingrímsson.
Guðmundur Steingrímsson. mbl.is

„Þetta er mjög spenn­andi og það eru marg­ir sem hafa áhuga,“ seg­ir Guðmund­ur Stein­gríms­son, spurður um nýj­an stjórn­mála­flokk sem hann ætl­ar að stofna í sam­starfi við Besta flokk­inn. „Ég held að þetta muni leiða til betri póli­tík­ur, betra Íslands.“

Hvernig ganga viðræður?

Viðræður eru form­legt orð yfir það sem við erum að gera. Það sem er að eiga sér stað núna er að það eru marg­ir að hitt­ast og tala sam­an og smám sam­an er fólk að finna að það er að hugsa það sama. Ég og þau í Besta flokkn­um og fólk í kring­um mig höf­um kom­ist að því að við erum að hugsa það sama.

Hverj­ir fleiri taka þátt í viðræðunum?

Þetta er ekki komið þannig að maður geti nefnt neitt fólk og það er held­ur ekki mitt að nefna fólk eins og er. Svona verður að fá tíma til að verða til og þetta er mik­il­væg­ur tími í þessu, marg­ir að tala við marga. Ég hef fundið áhuga víða af land­inu frá fram­boðum sem voru ekki bund­in flokk­un­um og það finnst mér mjög gleðilegt og spenn­andi. Það er ein­mitt það sem verður von­andi til, far­veg­ur fólks sem finnst það ekki eiga heima í þess­um hefðbundnu flokk­um og upp­lif­ir flokka­kerfið ekki í stakk búið til að sinna kröf­um nú­tím­ans.

Hver yrðu helstu stefnu­mál­in?

Við erum öll víðsýnt fólk, fylgj­andi þess­um lýðræðis­um­bót­um sem er verið að tala um eins og stjórn­lagaráði.  Ekk­ert okk­ar er á veg­um sér­hags­muna, við erum að hugsa um al­manna­hags­muni og heiðarleika í póli­tík og vilj­um stunda hann og vilj­um líka tala öðru­vísi í póli­tík. Þetta er friðar­ins fólk, fólk sem hef­ur mannúð og frið í há­veg­um, alþjóðlega sinnað held ég að megi segja og margt hvert Evr­óp­us­innað. Með það mál er eng­inn kom­inn á þann stað að geta sagt að Ísland eigi óhikað að vera í Evr­ópu­sam­band­inu en við eig­um það öll sam­merkt að við vilj­um klára aðild­ar­viðræður og gera það vel og leyfa þjóðinni síðan að ákveða.

Mér finnst það sjálf­sögð og al­gjör­lega ófrá­víkj­an­lega krafa að það fari fram þjóðar­at­kvæðagreiðsla um ESB þegar samn­ing­ur­inn ligg­ur fyr­ir og mér hef­ur fund­ist ástæða til að mæla sterk­lega gegn þess­um ein­stak­ling­um og hóp­um sem vilja hætta þessu ferli, finnst það for­ræðis­hyggja og glapræði á all­an hátt.

Svo held ég að við séum öll um­hverf­is­sinnuð, ég hef talað mikið fyr­ir því að við eig­um að byggja upp grænt hag­kerfi á Íslandi. Ég held að græn at­vinnu­stefna færi vel sam­an við frjáls­lynda at­vinnu­stefnu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka