Færa dómsmál út á land til að dreifa álagi

Reynt er að draga úr álagi á einstaka héraðsdómstóla.
Reynt er að draga úr álagi á einstaka héraðsdómstóla. mbl.is/Hjörtur

Dómstólaráð hefur gripið til þess ráðs að draga úr álagi á Héraðsdóm Reykjavíkur með því að færa mál út á land. Til þess nýtir ráðið sér almenna heimild í dómstólalögum.

Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs, segir að mál tengd gömlu bönkunum hafi verið send til bæði héraðsdóms Vestfjarða og héraðsdóms Austurlands. Með því sé verið að reyna að jafna álagið á milli dómstóla. Búið sé að dæma í mörgum stærstu málunum og því dugi yfirleitt einn dómari í þeim málum sem eftir eru.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að veitt hafi verið heimild á síðasta ári til að bæta við fimm héraðsdómurum en það verður þó ekki gert fyrr en á næsta ári. Símon segir niðurskurð í ár þýða að ekki sé til fjárveiting fyrir þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert