Fólk er á móti hatursáróðri

Fánar samkynhneigðra blakta á lofti.
Fánar samkynhneigðra blakta á lofti. mbl.is/Júlíus

Guðmund­ur Helga­son, formaður Sam­tak­anna '78, seg­ir að mál­flutn­ing­ur á borð við þann, sem Friðrik Schram, prest­ur Íslensku Krists­kirkj­unn­ar í Reykja­vík, standi fyr­ir, valdi því að sam­kyn­hneigð ung­menni jafnt á Íslandi sem um heim all­an líði mikl­ar kval­ir og í versta falli fremji sjálfs­morð því ein­hver prest­ur segi þeim að til­finn­ing­arn­ar sem þau upp­lifa séu ekki Guði þókn­an­leg­ar.

„Það eru þung og erfið skila­boð fyr­ir óharðnaða ung­linga. Sam­tök­in '78 hafa ekki stundað að berj­ast gegn hóp­um eða fé­laga­sam­tök­um með vopn­um og ekki stend­ur til að byrja á því núna. Við svör­um þegar á okk­ur hall­ar eða ráðist er á hinseg­in fólk. Friðriki finnst fólk vera með for­dóma gagn­vart sér og sín­um skoðunum en það er rangt. Fólk er ein­fald­lega á móti hat­ursáróðri, jafn­vel þegar hann er kynnt­ur und­ir rós­inni „elskið synd­ar­ann en for­dæmið synd­ina“,“ skrif­ar Guðmund­ur í yf­ir­lýs­ingu sem hann hef­ur sent fjöl­miðlum.

Til­efnið er grein, sem Friðrik Schram skrifaði í Frétta­blaðið í gær þar sem hann seg­ist ekki hafa sagt að sam­kyn­hneigð sé synd eða glæp­ur en fari hins veg­ar ekki í graf­göt­ur með þá skoðun, að sam­líf sam­kyn­hneigðra sé rangt og sú skoðun bygg­ist á krist­inni siðfræði eins og hún hafi verið í 2000 ár.

„Miklu púðri er eytt í að reyna að koma í veg fyr­ir að fólk stundi kyn­líf með sama kyni en eitt­hvað ber minna á mót­mæl­um gegn kyn­lífi gagn­kyn­hneigðra utan hjóna­bands, barneign­um utan hjóna­bands, skilnuðum ... ég gæti haldið áfram,“ skrif­ar Guðmund­ur. „Allt eru þetta „synd­ir“ sam­kvæmt hinni 2000 ára gömlu bók sem sí­fellt er vitnað í þegar berja skal á sam­kyn­hneigðum. Já, berja því það mætti halda að for­svars­menn kirkju­safnaða eins og Krists­kirkj­unn­ar væru í heil­ögu stríði gegn sam­kyn­hneigð. Er kannski auðveld­ara að berja á homm­un­um held­ur en hinum gagn­kyn­hneigða meiri­hluta? Má ég minna á að ekki eru all­ir sömu trú­ar og marg­ir sem ekki trúa á neinn Guð. Er í lagi að kúga það fólk í nafni sinn­ar eig­in trú­ar?“

Vef­ur Íslensku Krists­kirkj­unn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert