Léttskýjað á höfuðborgarsvæðinu

Hæg aust­an- og síðan norðanátt,  3-8 m/​s, verður á land­inu í dag. Skýjað með köfl­um og stöku skúr­ir. Hiti 5 til 13 stig að deg­in­um. Norðvest­an 8-15 og rign­ing allra aust­ast í nótt.

Á höfuðborg­ar­svæðinu verður 3-8 sek­úndu­metra norðanátt og létt­skýjað að mestu. Hiti 7 til 13 stig.

Um 250 km suður af Vest­manna­eyj­um er víðáttu­mik­il, 978 mb lægð sem þokast austn­orðaust­ur.

Á morg­un, fimmtu­dag, er út­lit fyr­ir vest­læga eða breyti­lega átt, 3-10 m/​s. Rign­ing og síðan skúr­ir norðan­lands en ann­ars skýjað með köfl­um. Hiti 5 til 12 stig að deg­in­um, hlýj­ast sunn­an­lands.

Klukk­an þrjú í nótt var suðaust­læg eða breyti­leg átt á land­inu, 3-9 m/​s. Skýjað með köfl­um og yf­ir­leitt þurrt. Kald­ast var 2 stiga frost á Brú á Jök­ul­dal en hlýj­ast 9 stiga hiti á Garðskaga­vita.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert