Stuðningur við landbúnað aldrei minni

mbl.is/Árni Torfason

Rík­is­stuðning­ur við land­búnað hef­ur aldrei verið minni en árið 2010. Þetta kem­ur fram í töl­um frá OECD, en sam­kvæmt þeim dró úr stuðningi við land­búnað á heimsvísu um 18% á síðasta ári. Rík­is­stuðning­ur við land­búnað á Íslandi mæld­ist 48%.

Sam­kvæmt skýrslu OECD nam rík­is­stuðning­ur við land­búnað í heim­in­um 227 millj­örðum doll­ara á síðasta ári. Í skýrsl­unni kem­ur fram að stuðning­ur við land­búnað hafi verið að minnka á seinni árum. Stuðning­ur­inn sé aðallega í formi styrkja og inn­flutn­ing­stolla sem hamli frelsi í viðskipt­um, en lítið sé gert til að bæta fram­leiðni og sam­keppn­is­hæfni, tryggja sjálf­bæra notk­un auðlinda eða hjálpa bænd­um að tak­ast á við áhættu.

Í skýrsl­unni seg­ir að rík­is­stjórn­ir víða um heim séu að tak­ast á við mik­inn halla á fjár­lög­um og því sé til­hneig­ing til að lækka styrki til land­búnaðar. Sam­hliða hafi heims­markaðsverð á land­búnaðar­vör­um hækkað. Í skýrsl­unni eru þjóðir heims hvatt­ar til að breyta stuðningi við land­búnað með lang­tíma­mark­mið í huga.

Sam­kvæmt skýrsl­unni er Nýja-Sjá­land það land sem er með minnst­an stuðning við land­búnað eða 1% (svo­kallaður PSE-stuðning­ur). Hlut­fallið er 3% í Ástr­al­íu, 4% í Síle, 9% í Banda­ríkj­un­um, 12% í Ísra­el og Mexí­kó og 16% í Kan­ada. Meðaltalið í OECD er 16%.

Hlut­fallið er komið niður í 22% í Evr­ópu­sam­band­inu, að því er fram kem­ur í skýrsl­unni. Mest­ur er stuðning­ur­inn í Nor­egi eða 60%. Hlut­fallið er 56% í Sviss, 49% í Jap­an, 48% á Íslandi og 47% í S-Kór­eu.

Skýrsla OECD

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert