Eftirlitstofnun EFTA (ESA) segir í fréttatilkynningu í dag að engin ákvörðun hafi verið tekin af hálfu stofnunarinnar um að vísa Icesave-málinu til EFTA-dómstólsins.
Skilja megi á frétt í Fréttablaðinu í dag, að ákvörðun þessa efnis hafi verið tekin, en það sé ekki rétt.
„Eftirlitsstofnun EFTA hefur ekki ákveðið neitt um hvort Icesave-málinu verði vísað til EFTA-dómstólsins. ESA bíður nú eftir svari íslenskra stjórnvalda við rökstuddu áliti stofnunarinnar frá 10. júní 2011. Svarinu ber að skila fyrir lok þessa mánaðar og mun ESA skoða það gaumgæfilega áður en ákvörðun um næstu skref í málinu verður tekin,“ segir Oda Helen Sletnes, forseti ESA, í tilkynningunni.