ESA bíður ekki eftir uppgjöri úr þrotabúi

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Frétta­blaðið seg­ir í dag, að Eft­ir­lits­stofn­un EFTA (ESA) muni ekki bíða eft­ir upp­gjöri þrota­bús Lands­bank­ans held­ur fara með málið fyr­ir EFTA-dóm­stól­inn.

Blaðið hafði eft­ir Árna Pál Árna­syni efna­hags- og viðskiptaráðherra fyrr í vik­unni að hann teldi að nýj­ustu frétt­ir um end­ur­heimt­ur úr búi Lands­bank­ans hefðu efn­is­leg áhrif í mál­inu. Blaðið seg­ist hins veg­ar í dag hafa eft­ir ónafn­greind­um heim­ild­um, að ESA líti ekki svo á málið og telji enn að ís­lensk stjórn­völd beri ábyrgð á greiðslu lág­marks­trygg­ing­ar, rúm­lega 20 þúsund evra, fyr­ir hvern reikn­ingseig­anda Ices­a­ve.

Stjórn­völd hafa fengið frest til mánaðamóta til að koma sín­um sjón­ar­miðum á fram­færi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert