Fréttablaðið segir í dag, að Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) muni ekki bíða eftir uppgjöri þrotabús Landsbankans heldur fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn.
Blaðið hafði eftir Árna Pál Árnasyni efnahags- og viðskiptaráðherra fyrr í vikunni að hann teldi að nýjustu fréttir um endurheimtur úr búi Landsbankans hefðu efnisleg áhrif í málinu. Blaðið segist hins vegar í dag hafa eftir ónafngreindum heimildum, að ESA líti ekki svo á málið og telji enn að íslensk stjórnvöld beri ábyrgð á greiðslu lágmarkstryggingar, rúmlega 20 þúsund evra, fyrir hvern reikningseiganda Icesave.
Stjórnvöld hafa fengið frest til mánaðamóta til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri.