„Fundurinn var gagnlegur,“ sagði Tómas H. Heiðar, einn fulltrúa Íslands á undirbúningsfundi um stjórnun makrílveiða sem fram fór í London og lauk í dag.
Um var að ræða tveggja daga óformlegan undirbúningsfund fyrir formlegar samningaviðræður strandríkjanna fjögurra, Íslands, Noregs, Færeyja og Evrópusambandsins.
Auk Tómasar sátu fundinn þeir Steinar Ingi Matthíasson, Jóhann Guðmundsson og Jóhann Sigurjónsson.