Nauðhemlaði fyrir framan bifhjól

Karlmaður á bifhjóli hlaut lítilsháttar meiðsl þegar ökumaður fólksbíls nauðhemlaði á mótum Sæbrautar og Holtavegs rétt fyrir klukkan átta í kvöld.

Bifhjólamaðurinn lenti aftan á bílnum og féll í götuna, en bíllinn ók sína leið og telur lögregla að bílstjórinn hafi ekki orðið var við óhappið.

Ökumaður bifhjólsins var fluttur á slysadeild.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka