Ökumenn hvattir til að aka hægar

Á skiltunum eru ökumenn hvattir til að sýna nýjum þátttakendum …
Á skiltunum eru ökumenn hvattir til að sýna nýjum þátttakendum í umferðinni nærgætni og aka af varkárni. Af vef Reykjavíkurborgar

Ný um­ferðar­skilti sem hvetja til lækk­un­ar á um­ferðahraða verða á næstu dög­um sett upp í ná­grenni við leik- og grunn­skóla í Laug­ar­dal, Háa­leiti og Bú­staðahverfi í til­efni af Sam­göngu­viku í Reykja­vík.

Fyrsta skiltið var sett upp í dag á loka­degi Sam­göngu­viku.  Á skilt­un­um eru öku­menn hvatt­ir til að sýna nýj­um þátt­tak­end­um í um­ferðinni nær­gætni og aka af var­kárni. Skilt­in eru ólík hefðbundn­um um­ferðar­skilt­um því mynd­ir eft­ir skóla­börn í hverf­inu prýða skilt­in.

Um leið og biðlað er til öku­manna að sýna aðgát í grennd við skóla­lóðir nær verk­efnið inn fyr­ir dyr leik- og grunn­skóla í hverf­un­um því nem­end­ur skól­anna sjá um hönn­un mynd­anna sem prýða skilt­in. Sami texti verður á öll­um skilt­um „Varúð - Við erum ný í um­ferðinni“ ef frá eru tal­in skilt­in við Lauga­lækj­ar­skóla og Rétt­ar­holts­skóla „Ung­menni á leið til skóla.“ Verk­efnið er tíma­bundið og er áætlað að skilt­in muni vera sýni­leg frá lok sept­em­ber til loka nóv­em­ber og frá apríl til júní. Ef vel geng­ur verður upp­setn­ing skilt­anna gerð að föst­um lið i hverf­inu á haust­in og vor­in, seg­ir á vef Reykja­vík­ur­borg­ar.

Það er Þjón­ustumiðstöð Laug­ar­dals og Háa­leit­is sem hef­ur frum­kvæði að upp­setn­ingu skilt­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka