Meirihluti bæjarstjórnar Vestmannaeyja samþykkti í gærkvöldi tillögu um að bæjaryfirvöld leggi til framlög til að bæta áhorfendastæði við Hásteinsvöll til jafngildis framlags KSÍ, sem er á bilinu 10-12 milljónir.
Fram kemur á vef Eyjafrétta, að ljóst sé að ef ekkert verði gert varðandi áhorfendastæði við Hásteinsvöll, muni karlalið ÍBV leika heimaleiki sína annarsstaðar.
Í samþykkt bæjarstjórnarinnsegir, að með aðkomu að þessu máli upp á 10 milljónir sé bæjarfélagið á rausnarlegan máta að koma til móts við kröfur sérsambands á hendur aðildarfélags.