Sigmundur Davíð fékk matareitrun

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

„Fundaferðin með utanríkismálanefnd gekk vel þar til ég fékk matareitrun. Þurfti að yfirgefa fundi til að komast hjá því að lenda í því sama og gamli Bush þegar hann borðaði með forsætisráðherra Japans,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í morgun en hann er nú staddur í Finnlandi ásamt öðrum þingmönnum sem sæti eiga í utanríkismálanefnd Alþingis.

„Þegar ég kom á hótelið síðdegis (í gær) var herbergið enn ekki tilbúið til afhendingar. Vinaleg stúlka í móttökunni bauð mér þó sæti á ganginum og epli. Ég á eplið enn en er heldur að hressast,“ segir Sigmundur ennfremur.

Facebook-síða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert