Fólk skiptist í tvo álíka stóra hópa þegar MMR kannaði afstöðu þess til staðsetningar nýs hátæknisjúkrahúss, sem á að rísa við Hringbraut.
Af þeim sem tóku afstöðu sögðu 51,9% að þau væru staðsetningunni andvíg og 48,1% sagðist hlynnt henni.
Konur voru hlynntari því en karlar að hátæknisjúkrahúsið risi við Hringbraut. Þá voru þeir sem yngri eru mun hlynntari staðsetningunni en þeir eldri. Aftur á móti var mjög lítill munur á afstöðu fólks eftir búsetu.