Þór afhentur á morgun

Varðskipið Þór
Varðskipið Þór Landhelgisgæslan

Varðskipið Þór verður á morg­un af­hent Land­helg­is­gæsl­unni við hátíðlega at­höfn í Asm­ar-skipa­smíðastöðinni, skipa­smíðastöð sjó­hers­ins í Chile. Gert er ráð fyr­ir að skipið komi til  Íslands 26. októ­ber 2011.

Áætlað er að skipið sigli frá Chile nk. þriðju­dag. Siglt verður í gegn­um Pana­maskurð og í heim­leiðinni farið í kurt­eis­is­heim­sókn­ir til banda­rísku og kanadísku strand­gæsl­anna.

Smíði Þórs hófst hinn 16. októ­ber 2007 og var varðskipið sjó­sett 29. apríl 2009 og hlaut þá nafnið Þór sem dregið er úr nor­rænni goðafræði. Þegar ein­ung­is rúm­ur mánuður var í af­hend­ingu, laug­ar­dag­inn 27. fe­brú­ar 2010, reið öfl­ug­ur jarðskjálfti, 8,8 stig, yfir Chile. Í kjöl­far jarðskjálft­ans reið gíf­ur­leg flóðbylgja yfir svæðið og olli gíf­ur­legri eyðilegg­ingu. Mikl­ar skemmd­ir urðu á skipa­smíðastöðinni þar sem Þór var í smíðum. Vegna jarðskjálft­ans og flóðbylgj­unn­ar seinkaði af­hend­ingu varðskips­ins um rúmt ár.

Skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa áður borið nafnið Þór. Fyrsta björg­un­ar­skipið sem kom til lands­ins bar nafnið Þór en það var upp­haf­lega keypt af Björg­un­ar­fé­lagi Vest­manna­eyja 26. mars árið 1920 til björg­un­ar­starfa við Vest­manna­eyj­ar. Skipið varð síðar eða árið 1926 upp­hafið að stofn­un Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Varðskip í þjón­ustu Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa borið þetta nafn frá þess­um tíma og allt til árs­ins 1986. Nafnið fór svo úr eigu Land­helg­is­gæsl­unn­ar til út­gerðarfé­lags­ins Stál­skipa ehf. í Hafnar­f­irði en Guðrún Lár­us­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, heim­ilaði Land­helg­is­gæsl­unni að nýta nafnið.

Varðskipið Þór leggur af stað heim á morgun
Varðskipið Þór legg­ur af stað heim á morg­un Land­helg­is­gæsl­an
Varðskipið Þór
Varðskipið Þór Land­helg­is­gæsl­an
Varðskipið Þór
Varðskipið Þór Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert