Kirkjuráð hefur samþykkt að beina því til Þorláksbúðarfélagsins að stöðva framkvæmdir við Þorláksbúð meðan farið er yfir leyfi til framkvæmda og höfundarrétt.
Á kirkjuráðsfundi, sem haldinn var í gær, var eftirfarandi bókun gerð:
„Lagt fram bréf Harðar Bjarnasonar, dags. 16. september 2011, vegna Þorláksbúðar og minnisblað framkvæmdastjóra um feril málsins.
Kirkjuráð samþykkti, í ljósi fram kominna athugasemda að undanförnu, að málið verði kannað hvað varðar deiliskipulag, höfundarréttindi vegna Skálholtsdómkirkju, hvaða heimildir sveitarstjórn hefur veitt til framkvæmdanna og önnur atriði sem áhrif kunna að hafa.
Kirkjuráð samþykkti að beina því til Þorláksbúðarfélagsins að stöðva framkvæmdir við Þorláksbúð meðan framangreint er athugað.“