Hvetur ungt fólk til breytinga

Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra Jafnaðarmanna við setningu ellefta landsþings …
Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður Ungra Jafnaðarmanna við setningu ellefta landsþings þeirra í dag.

Ellefta landsþing Ungra jafnaðarmanna var sett í dag. Í setningarræðu sinni minntist Guðrún Jóna Jónsdóttir, formaður UJ, fórnarlamba hryðjuverkanna í Útey þar sem systursamtök UJ funduðu. Hún hvatti ungt fólk til að rísa upp gegn ofbeldi, fordómum, þjóðernishyggju og öfgahægristefnu. Í því sambandi vísaði hún einnig til atburðanna í Egyptalandi og Palestínu.

Guðrún sagði unga jafnaðarmenn hafa talað fyrir Evrópusambandinu frá stofnun og sagði þá stefna þangað. Hún sagði ríkisstjórnina þurfa að „að beina sjónum sínum að ungu fólki sem er að berjast við atvinnuleysi, miklar skuldir, höft, neikvæðni, vöntun á hentugu húsnæði, lélegt almenningssamgöngukerfi, skerðingu á fæðingarorlofi. “ Það væri unga fólksins að vinna að slíkum breytingum og treysta á sjálft sig til að koma þeim til framkvæmda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert