Lögreglumenn vonsviknir og reiðir

00:00
00:00

Niðurstaða gerðardóms­ins um kjör lög­reglu­manna, sem kynnt var nú í dag, fel­ur í sér 4,25% hækk­un og sér­stök álags­greiðsla hækk­ar um 13 þúsund krón­ur. Snorri Magnús­son, formaður Lands­sam­bands lög­reglu­manna, seg­ir að hljóðið hafi verið mjög þungt í lög­reglu­mönn­um þegar þeir heyrðu niður­stöðuna.

„Það var mik­il dep­urð í mönn­um þegar þeir heyrðu dómsorðin," sagði Snorri.

Hann seg­ist ótt­ast frek­ara brott­fall úr stétt­inni. „Það er þegar búið að vera tölu­vert brott­fall úr stétt­inni frá ár­inu 2007, fækkað um nær 60 stöðugildi, vor­um þá í kring­um 712, erum 652 í dag og það er brott­fall úr stétt­inni enn. Menn eru að flytja með fjöl­skyld­ur sín­ar úr landi eins og stór hluti Íslend­inga, menn eru að fara úr stétt­inni í frek­ara nám og í önn­ur og bet­ur launuð störf á hinum al­menna vinnu­markaði."

Lýsa yfir mik­illi reiði

Fé­lags­fund­ur Lög­reglu­fé­lag Norður­lands vestra hef­ur þegar sent frá sér álykt­un þar sem lýst er yfir mik­illi reiði og mikl­um von­brigðum með niður­stöðu launaliðar gerðardóms­ins í dag.

„Lít­ur fund­ur­inn svo á að lög­reglu­menn hafi verið niður­lægðir af rík­is­vald­inu enn og aft­ur  eft­ir að hafa verið án kjara­samn­ings í nærri 300 daga.  Það er ljóst að lög­reglu­menn muni núna taka sér tíma til að sleikja sár sín og ákveða til hvaða aðgerða verði gripið í kjöl­far dóms­ins," seg­ir í álykt­un fund­ar­ins.

Seg­ir þar að fram hafi komið hjá lög­reglu­mönn­um, sem sóttu fund­inn, að þeir muni ekki taka þess­arri niður­stöðu þegj­andi og  íhugi al­var­lega hvort þeir geti hugsað sér að vinna áfram hjá at­vinnu­rek­anda sem ekki meti starfs­krafta þeirra meir en dóm­ur­inn sýn­ir.

„Fé­lags­fund­ur­inn vill jafn­framt taka fram að hann fagni þeim stuðning sem að lög­reglu­menn hafa fundið hjá hinum al­menna borg­ara í orði og á borði sl. miss­eri.  Það er ljóst að sá stuðning­ur rík­ir ekki hjá for­ráðamönn­um þess­ar­ar þjóðar,“ seg­ir í álykt­un­inni.
 



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert