Skattur á lántakendur og sparifé

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir á Facebook-síðu sinni áform ríkisstjórnarinnar um að leggja sérstakan skatt á launakostnað eftirlitsskyldra aðila, þ.e. banka og tryggingafélaga, með næsta fjárlagafrumvarpi.

Bjarni segir að slíkur skattur muni hafa áhrif á kjör fólks og þegar öllu sé á botninn hvolft sé einfaldlega um að ræða skatt á lántakendur og sparifé fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert