Skuldir sliga Hafnarfjörð

Frá Hafnarfirði.
Frá Hafnarfirði.

Skuld­ir Hafn­ar­fjarðarbæj­ar eru að sliga bæj­ar­fé­lagið. Bæj­ar­yf­ir­völd eru nú í samn­ingaviðræðum við líf­eyr­is­sjóði og Lands­bank­ann um end­ur­fjármögn­un 14 millj­arða skulda sem skila­nefnd írsk-þýska bank­ans DeP­fa hef­ur gjald­fellt á bæj­ar­sjóð.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins er rætt um 5,5% vexti og verðtrygg­ingu í þeim viðræðum, sem myndi reyn­ast bæj­ar­sjóði gíf­ur­lega kostnaðar­söm end­ur­fjármögn­un, ef af yrði.

Í um­fjöll­un um skuld­ir Hafn­ar­fjarðar í blaðinu í dag seg­ir, að slík end­ur­fjármögn­un væri um 200 punkt­um yfir fjár­mögn­un hjá rík­inu og um 160 punkt­um yfir ný­legu skulda­bréfa­út­boði Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta hefði það í för með sér að Hafn­ar­fjarðarbær þyrfti að greiða á bil­inu 1,4 til 1,6 millj­arða á ári, bara í vexti af end­ur­fjármögn­un­inni. Þá eru ótald­ar vaxta­greiðslur af öðrum lán­um bæj­ar­ins.

Sér­fróðir viðmæl­end­ur Morg­un­blaðsins draga greiðslu­getu bæj­ar­fé­lags­ins stór­lega í efa og telja að bæj­ar­fé­lagið sé nán­ast komið í þrot, hvort sem sú leið verður far­in að neita að borga DeP­fa, eins og ákveðnir Hafn­f­irðing­ar hafa talað fyr­ir, eða að samið verði um hina kostnaðar­sömu end­ur­fjármögn­un.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert