Stakk sambýlismann sinn með hnífi

mbl.is/Hjörtur

Lögreglu- og sjúkraflutningamenn voru kallaðir að heimahúsi í Kópavogi í gær um fimmleytið vegna heimilisófriðar. Þegar komið var á staðinn reyndist um sambýlisfólk að ræða um sextugt og hafði konan stungið manninn í kviðinn með hnífi og í handlegg.

Maðurinn var fluttur á slysadeild en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er hann alvarlega slasaður en þó ekki talinn í lífshættu. Konan gistir fangageymslur en ekki liggur fyrir í hverju ágreiningur þeirra á milli fólst. Málið er að öðru leyti í rannsókn að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka