Steingrímur til Washington

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra held­ur til Washingt­on nú um helg­ina til að sækja ár­leg­an fund Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og Alþjóðabank­ans. Auk þess að sitja fund­inn mun ráðherra eiga fundi með yf­ir­mönn­um og starfs­fólki AGS. Einnig mun ráðherra ræða við fjár­festa og grein­ing­araðila.

Ný­verið lauk form­lega sam­starfs­áætl­un AGS og Íslands, sem hófst í lok árs 2008, með sjöttu end­ur­skoðun sjóðsins. Eins og fram kem­ur í loka­skýrslu sjóðsins hafa öll meg­in­mark­mið áætl­un­ar ís­lenskra stjórn­valda og AGS náð fram að ganga. Á fund­in­um í Washingt­on gefst þannig tæki­færi til að fara yfir for­send­ur þess að áætl­un­in heppnaðist, sam­kvæmt vef fjár­málaráðuneyt­is­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert