Telur að Icesave-málinu verði vísað frá

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir á Facebook-síðu sinni að fari Icesave-málið fyrir EFTA-dómstólinn verði því annað hvort vísað frá eða það saltað. „Kannski semja menn um einhverja óveru,“ segir hann.

Pétur segir ljóst að hagsmunir Evrópusambandsins krefjist þess að ekki verði dæmt í Icesave-málinu. Þetta hafi hann margoft bent á. Sama hver niðurstaðan yrði myndi það setja stöðu mála innan sambandsins í uppnám.

„Ef Ísland tapar er komin formleg ríkisábyrgð á öllum innlánum í ESB (Grikkland hvað?) og bankarnir geta áfram verið ábyrgðalausir. Ef Ísland vinnur er ekkert að marka þetta innlánstryggingakerfi þeirra (sem er rétt!) og það gæti valdið áhlaupi á banka.“

Facebook-síða Péturs Blöndal

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert