Ekki þörf á sérstökum ráðstöfunum

Lögreglumenn við setningu Alþingis.
Lögreglumenn við setningu Alþingis.

Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, sagði í fréttum RÚV í kvöld, að hann teldi ekki þörf á að grípa til sérstakra ráðstafana vegna  þess að hætta sé á að lögreglumenn sinni ekki gæslu við setningu Alþingis eftir viku.

Fram hefur komið á mbl.is, að lögreglumenn íhugi að boða til félagsfundar hinn 1. október næstkomandi á sama tíma og setning Alþingis fer fram. Er þetta vegna óánægju með niðurstöðu gerðardóms, sem fjallaði um kjaramál lögreglumanna.

Þá sagði heimildarmaður Morgunblaðsins innan lögreglunnar, að það gæti færst í aukana að hraustir lögreglumenn hringi og tilkynni sig veika í næstu viku og veikindin geti jafnvel teygst fram á laugardag.

Ögmundur sagði í fréttum RÚV, að eðlilegt sé að lögreglumenn tjái sig og boði til fundar. Hins vegar sagðist Ögmundur telja, að lögreglumenn muni sinna sínum starfsskyldum eins og þeir hafi gert. Því sé erfitt að sjá, að grípa þurfi til sérstakra ráðstafana vegna þessa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka